Graskers baka - Pumpkin pie

Graskers baka er eitthvað sem ég tengi mikið við æskuna en þegar ég var yngri fengum við oft svona á Thanksgiving í Bandaríkjunum. Þessa uppskrift gerði ég úr graskerum sem við kærastinn skárum út eitt kvöldið.

This pumpkin pie is deliciously moreish, it reminds me of the fall season when the leaves start to change colour and Thanksgiving in the U.S.
I made this recipe from the pumpkins my partner and I carved out one night close to halloween.

PUMPKIN.jpg
pumpkinss.jpg

Ég reyni alltaf að nýta fræin úr graskerunum ef ég hef tíma en mamma mín gerði það alltaf þegar ég var lítil ég man hversu óþolinmóð ég var við að tína fræin frá graskerinu áður en við fengum að byrja að skera það út. En það var alltaf þess virði þar sem fræin eru rosalega góð. Kærastinn minn elskar að fá sér karamelíseðar kasjú hnetur svo ég bætti þeim við ásamt möndlum í þetta skiptið til að sjá hvort þær yrðu jafn góðar. Ég skola graskers fræin vel undir vatni og þurrka. Svo bræði ég sirka 1/3 bolla af smjörlíki eða vegan smjöri í potti og bæti við 1 tsk kanil, 1 msk kókossykri (eða púðursykri) og smá vanillu, annaðhvort dufti eða dropum fer eftir hvað ég á hverju sinni. Svo helli ég smjörlíkis blöndunni yfir fræin og passa að hún hylji þau öll. Baka í sirka 10-12 mín á 200 gráðum. Úr verður sjúklega gott snakk, kasjúhneturnar pössuðu vel með.

I always try to use the pumpkin seeds from the pumpkin my mum always did this when I was growing up and I remember spending ages separating the seeds from the mushy bits before we were allowed to start the carving. My partner has a weak spot for caramelised cashews so I added them in and almonds as well. I rinse the pumpkin seeds throughly and dry them. Then I melt some margarine or vegan butter in a saucepan, around 1/3 cup and mix in some cinnamon, coconut sugar (or brown sugar) and a tiny bit of vanilla, either powder or drops depending on what I have. I then pour the mixture over the seeds (and cashes/almonds) making sure it covers them all. Bake in the oven for about 10-12 min on 200 degrees. It makes a delicious snack.

seeds.jpg
piee.jpg
sneidd.jpg

Ingredients

Filling
1/2 cup pumpkin purée
1 can coconut milk, thick
1/3 cup cornstarch
1/2 cup maple syrup
1/3 cup coconute sugar (or brown sugar)
2 tbsp cinnamon
1 tbsp cloves
1 tbsp ginger
1 tsp vanilla

Crust
1/3 cup cold butter
1 1/4 cup spelt
Pinch of salt
1/4 cup cold water

Hráefni

Fylling
1 1/2 bolli graskers-mauk
1 dós kókosmjólk, þykka gerðin
1/3 bolli maíssterkja
1/2 cup hlynsíróp
1/3 bolli kókossykur (eða púðursykur)
2 msk kanill
1 msk negull
1 msk engifer
1 tsk vanilla

Grunnur
1/3 bolli kalt smjör
1 1/4 bolli fínmalað spelt
Smá salt
1/4 bolli kalt vatn

Setjið hráefnin sem eiga að fara í fyllinguna í góða matvinnsluvél þangað til það er orðið silkimjúkt. Blandið saman speltinu og saltinu og stappið svo smjörinu með gaffli inní blönduna. Bætið köldu vatni rólega inní. Fletjið síðan deiginu út, smyrjið fatið sem það á að vera í og leggið rólega á. Ýtið síðan á allar hliðar svo það leggist alveg að. Hellið deiginu í fatið og bakið í sirka 35 min við 180 gráður. Eða þangað til deigið hættir að hreyfast þegar þið hreyfið við fatinu. Kælið og berið fram með vegan rjóma.

Blend together all ingredients for the filling in a food processor until completely smooth. For the crust mix together the spelt flour and salt and then slowly work the butter into it with a fork. Slowly add the cold water into the mix. Roll the dough out, butter the baking dish and slowly lie it on top. Then press on all sides so it lies completely flat. Pour the dough into the dish and bake for 35 min at 180 degrees. Or until solid. Cool down and serve with vegan cream. 

Asta Karen Agustsdottir