Kúrbíts franskar - Courgette fries w/avocado aioli

Ég bjó til svona fyrst þegar ég var í námi í Búdapest eftir að hafa fengið að smakka svona á kaffihúsi þar. Ef ég á ekki brauðrasp eða brauð til að gera rasp úr þá nota ég stundum möndlumjöl í staðin. Það er hægt að prófa sig áfram með allskonar krydd en af þeim sem ég hef prófað finnst mér best að nota þau sem ég set hér.

If you're looking for a quick and easy snack or a light dinner then definitely try these. They are delicious and so simple to make! When I don't have breadcrumbs (or bread to make some out of) I use almond meal which is just as tasty. 

aioli.jpg

Ingredients

1-2 Courgettes
1/2 cup Almond milk
3/4 cup breadcrumbs
1 tsp oregano
1 tsp paprika
1 tsp chilli powder
1/2 tsp cumin
2 avocado
1/4 cup vegan mayo
1/2 jalapeno
1 garlic clove
Juice of 1/2 lemon

Hráefni

1-2 Kúrbítar
1/2 bolli möndlumjólk
3/4 bolli brauðrasp
1 tsk oreganó
1 tsk paprika
1 tsk chilli duft
1/2 tsk kúmin
2 avókadó
1/4 bolli vegan majó
1/2 jalapeno aldin
1 hvítlauksgeiri
Safi úr 1 sítrónu

Skerið kúrbítinn í langar ræmur þversum. Blandið saman brauðraspi, oreganó, papriku, chilli dufti og kúmin. Dýfið síðan kúrbítnum ofan í möndlumjólkina og veltið uppúr raspinu. Bakið við 200 gráður í sirka 15-20 mín eða þar til það er byrjað að brúnast.

Blandið restinni af hráefnunum síðan í matvinnsluvél (eða nutribullet) til að gera avocado aioli.

Slice the courgette into long thin strips. Mix together the breadcrumbs and spices, dip the courgette strips into the almond milk and roll in with breadcrumbs. Bake at 200 degrees for about 15-20 min or until it starts to brown.

Blend the rest of the ingredients together in a food processor (or nutribullet) to make the avocado aioli dip. Enjoy!