Mac and Cheese

Macaroni and cheese hefur alltaf átt notalegan stað í hjartanu mínu en þegar ég var lítil átti ég heima í Ameríku um stund og fékk af og til þennan uppáhalds mat minn þegar foreldrar mínir vildu grípa í eitthvað einfalt og fljótlegt. Sú útgáfa var nú þó nokkuð óhollari en þessi enda líka úr pakka. Þegar ég hætti síðan að borða mjólkurvörur var þessi réttur efst á lista hjá mér til að læra að gera vegan. Eftir ótal tilraunir held ég að mér hafi loks tekist að finna hina fullkomnu creamy blöndu, ég vona að ykkur líki vel en uppskriftin breytist enn í dag eftir hráefnum sem til eru hverju sinni í eldhúsinu.

Macaroni and cheese is my ultimate comfort food, growing up in the U.S. I had this meal every so often when my parents wanted to make an easy dinner. This recipe is something I have worked on trying to perfect for a long time, I think I have finally found the perfect creamy balance.

static1.squarespace-7.jpg
static1.squarespace-8.jpg

Ingredients

1 cup cashews
1/3 cup nutritional yeast flakes
1 1/4 cup boiling water
1/2 vegetable bouillon cube
1 tsp tomato paste
2 tsps garlic salt
1 tsp paprika
1 tsp or to taste sriracha sauce
1/2 squeezed lemon
Vegan cheddar cheese to top
Fresh herbs to garnish
Salt and pepper to taste

Hráefni

1 bolli kasjú hnetur
1/3 bolli næringager
1 1/4 bolli sjóðandi vatn
1/2 grænmetisteningur
1 tsk tómat púrra
2 tsk hvítlaukssalt
1 tsk paprika
1 tsk rúmlega sriracha sauce
1/2 safi úr sítrónu
Vegan cheddar ostur til að strá yfir
Fersk kryddjurt til að skreyta með
Salt og pipar eftir smekk

Byrjið að sjóða makkarónurnar eftir leiðbeiningum á pakka. Setjið kasjúhneturnar með heita vatninu í matvinnsluvél og leyfið að liggja saman í 10-15 mín (eða leggið í bleyti í köldu vatni yfir nóttu, ég gleymi því yfirleitt). Bætið við restinni af innihaldinu og blandið saman þangað til blandan verður silki mjúk. Sigtið makkarónurnar og hellið svo ostablöndunni yfir í pottinum og hitið saman í nokkrar mínútur eða þangað til þið finnið að blandan er farin að festa sig við botninn. Hellið í skál og njótið! Í þetta skiptið ristaði ég súrdeigsbrauð inni í ofni með Daiya cheddar style cheese slices til að hafa með, Daiya osturinn er algjört æði til að nota í grillað brauð því hann bráðnar svo yndislega vel!

Start with boiling the macaroni. Pour cashews in with boiling water into food processor and let soak for 10-15 min (or soak cashews in cold water overnight, I usually forget to). Add rest of ingredients and blend until perfectly smooth. Pour the cheese mixture over the drained macaroni and heat in pot until the mixture starts to stick to the bottom. Garnish with cheese and herbs. This time I toasted some sourdough bread in the oven with Daiya cheddar style cheese slices on top to have on the side.

This recipe is also delicious with oven baked broccoli or asparagus.

DinnerAsta Karen Agustsdottir