Maghmour

Maghmour er Líbönsk útgáfa af Moussaka. Þennan rétt smakkaði ég einu sinni á Líbönskum stað í Brussel, en systir mín bjó þar um tíma útaf vinnu. Mér fannst þessi réttur svo yndislega góður að ég ákvað að prófa mig áfram með að gera hann sjálf. 

Maghmour is a Lebanese version of Moussaka. I tried this dish first in Brussels at a Lebanese restaurant and fell in love with its rich flavour. I decided to try and make it myself.

Screen Shot 2017-09-22 at 21.57.35.png

Maghmour er yndisleg blanda af eggaldin, tómat og myntu bragði. Þessi réttur getur verið notaður sem meðlæti með öðrum líbönskum mat eða bara sem aðalrétt með góðu salati.

Maghmour is a delicious combination of aubergine, tomato and mint flavours. This dish can be used as a side dish with other delicious Lebanese dishes or as a main meal with some fresh salad.

Ingredients

3 Aubergines
1/4 cup oil
1 can chickpeas
1 large onion
3-4 garlic cloves
8 tomatoes diced
1 tbsp tomato paste
1 tsp paprika
1 tsp cumin
1/2 handful fresh mint
1 cup water

Hráefni

3 Eggaldin
1/4 bolli olia
1 dós kjúklingabaunir
1 stór laukur
3-4 hvítlauksgeirar
8 tómatar skornir í teninga
1 msk tómatpúrra
1 tsk paprika
1 tsk kúmin
1/2 búnt fersk mynta
1 bolli vatn 


Skerið eggaldin í teninga og bakið inní ofni með olíunni í sirka 20 mín eða þangað til það verður mjúkt og auðvelt að stinga gaffli í gegnum. Skerið laukinn í sneiðar og steikið í stórum potti með pressuðum hvítlauknum. Bætið síðan við papriku og kúmin ásamt tómötunum. Leyfið að malla í smástund saman. Bætið í tómatpúrrunni ásamt vatninu. Skerið myntuna frekar smátt og stráið yfir. Leyfið að eldast saman í sirka korter.

Dice the aubergines and bake in oven with the oil for about 20 min or until it becomes soft enough to stick a fork through. Slice the onion and fry in a large saucepan with the pressed garlic. Add the spices, paprika and cumin and then the tomatoes. Let simmer for a while before adding the tomato paste and water. Chop the mint and sprinkle over. Let everything cook together for about 15 min before serving. Garnish with mint leaves or whatever you have in the kitchen at the time (I used all the mint and had some coriander instead)

DinnerAsta Karen Agustsdottir