Samósur - Samosas

Samósur eru upprunalega frá miðausturlöndum þær eru gerðar úr deigi sem er flatt út og svo fyllt af grænmetis eða annarskonar fyllingu. Fyrir þessar samósur gerði ég ekki deigið sjálf heldur notaði tilbúið vorrúllu "sheets". Þessi uppskrift er því frekar fljót gerð en það tímafrekasta er að fylla þær og brjóta saman.

Samosas are originally from the Middle East but are popular in Indian cuisine as well. They are usually made from a slightly thick dough consisting of flour, salt and oil. This time I made them with ready spring roll sheets. This recipe is rather easy but it takes time and patience to fill up and fold the samosa.

samosa nærmynd.jpg

Hægt er að setja hvað sem er í rauninni í fyllinguna. Mér finnst best að hafa blöndu af grænmeti en ég passa alltaf að hafa kartöflur, grænar baunir og papriku.

The samosas can be filled up with anything really. My favourite filling is a mixture of vegetables with potatoes, green peas and red bell pepper being the base.

samosa.jpg

Að brjóta þær saman krefst mikillar þolinmæði með vorrúllu deiginu en það er algjörlega þess virði því þær eru unaðslega góðar! Vorrúllu blöðin koma í ferhyrningslagi og ég brýt það tvisvar í helming svo úr verði minni ferhyrningur. Ég set síðan rúmlega eina stóra skeið ofan í og brýt í þríhyrning. Til að það sé auðveldara að festa þær saman hef ég vatn í skál á hliðinni og bleyti í endana á deiginu. Síðan tek ég gaffal og ýti fast niður þangað til þær límast saman.

Folding the samosas requires a bit of patience but it is absolutely worth it. The spring roll sheets come in a square shape, I use water that I keep in a bowl on the side and fold it twice together so it makes a smaller square. I then put a well filled spoon of filling on it and fold into a triangle to close it together. To make it stick use a fork and press down hard (it makes it easier if you use water).

samosa fylling.jpg

Ingredients

4 potatoes
1 cup frozen green peas
1 red bell pepper
3 carrots (grated)
1 broccoli head
2 onions
Handful of spinach
1 tbsp cumin
1 tbsp cinnamon
1/2 tbsp garlic salt
1/2 tbsp coriander
Sweet chili sauce ( I use the Biona one)

Hráefni

4 kartöflur
1 bolli frosnar grænar baunir
1 rauð paprika
3 gulrætur (raspaðar)
1 brokkólí haus
2 laukar
Handfylli af spínati
1 msk kúmin
1 msk kanill
1/2 msk hvítlaukssalt
1/2 msk kóríander
Sæt chili sósa (Ég nota frá Biona)

Sjóðið kartöflur í potti á meðan þið skerið restina af grænmetinu í smáa bita. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar skrælið þær og skerið í teninga. Hellið grænmetinu á stóra pönnu og leyfið að malla með olíu og kryddinu. Þegar grænmetið er tilbúið fyllið deigið eins og lýst fyrir ofan og bakið inní ofni í sirka 15 mínútur á 180 gráðu hita. Eða þangað til hornin eru byrjuð að brúnast.

Takið úr ofni og dýfið ofan í sæt chili sósu, njótið!

Boil the potatoes in a pot while you chop the other vegetables into small pieces. When the potatoes are ready peal them and dice. Fry the veggies in a large pan with oil and add in the spices. When the vegetables are ready fill the samosas with them as described above. Place on an oven tray and bake for about 15 min at 180 degrees celsius. Or until they've started to go golden brown at the edges. 

Take out of the oven and dip into some sweet chili sauce, enjoy!

LunchAsta Karen Agustsdottir