Rófu karrý réttur - Swede curry

Skammtur fyrir 4
Portion for 4

Íslenskan rófan er grænmeti sem ég hef vanmetið mjög mikið. En ég hef eiginlega bara gleymt henni, ég nota rauðrófur ágætlega mikið og kartöflur en mig langar að vera duglegri að nota rófuna. Hún er gríðarlega rík af c-vítamíni og jafnast á við eitt glas af hreinum appelsínusafa! 

The swede is a vegetable originally from Sweden (surprise surprise) they have been grown in Iceland for a long time now and are extremely healthy. Rich in vitamin C the swede has been called the "orange of the North" and rightfully so as it's equivalent to one glass of pure orange juice.

close-up 2.jpg

Ingredients

1 large swede
3 carrots
2 tbsp curry madras
1 large onion
3 cm ginger
3 garlic cloves
1 can chickpeas
1 tbsp turmeric
1 tbsp cumin
1 tsp oregano
1/2-1 tsp cayenne pepper
1 can coconut milk
Veggie bouillon
1/4 cup water
Kale
Oil (I use avocado for high heat)
Desiccated coconut (not necessary)
Almond flakes (not necessary)
Rice

Hráefni

1 stór rófa
3 gulrætur
2 msk karrý madras
1 stór laukur
3 cm engiferrót
3 hvítlauksgeirar
1 dós kjúklingabaunir
1 msk túrmerik
1 msk kúmen
1 tsk oreganó
1/2 -1 tsk cayenne pipar
1 dós kókosmjólk
Grænmetisteningur
1/4 bolli vatn
Grænkál
Olía (ég nota avókadó fyrir mikinn hita)
Kókosmjöl (ekki nauðsynlegt)
Möndluflögur (ekki nauðsynlegt)
Hrísgrjón
 

Skerið niður rófuna og gulræturnar í teninga. Látið í ofnfast fat með sirka 2 msk af olíu og karrý madras, blandið saman og bakið í sirka 20 mín eða þangað til grænmetið er orðið mjúkt í gegn. Skerið niður lauk, raspið engiferrót og pressið hvítlauk í stórum pott og steikið saman með túrmerik, kúmen, oreganó og cayenne pipar. Leyfið að blandast vel saman og bætið síðan við kókosmjólk. Hellið rófunum og gulrótunum í pottinn og leyfið að malla í sirka 5 mín. Bætið síðan við smá vatni og grænkáli og leyfið að vera á lágum hita í sirka 20 mín. Stráið möndluflögum og kókosmjöli yfir. Gott að hafa hrísgrjón með.

Dice the swede and carrots and put in an oven proof tray with about 2 tbsp oil and curry madras mix together and bake for about 20 min or until the veggies are soft all the way through. Slice onion, grate ginger and press garlic and add into a large saucepan with oil then add the turmeric, cumin, oregano and cayenne pepper. Let it mix together for a while before you add coconut milk and then the swede and carrots from the oven. After adding the oven baked veggies let it all simmer together for about 5 min. Then add water and kale and let it stew on a low heat for about 20 min. Garnish with almond flakes and desiccated coconut.

DinnerAsta Karen Agustsdottir