Bökuð sellerírót - Celeriac steak

Þessi réttur er góður fyrir hátíðarnar, matarboð, sunnudaga eða bara dagsdaglega. Það tekur smá tíma að baka sellerí rótina í ofni en annars er rétturinn ekki frekur á tíma. Mér finnst sellerí stönglar ekkert sérstaklega góðir en rótin sjálf er öðruvísi á bragðið og verður smá sæt þegar hún er bökuð. Það væri gaman að prófa sig áfram með sósu en ég get ímyndað mér að rauðvíns eða piparrótasósa kæmu ágætlega út líka.

When celeriac is baked something magical happens, it becomes sweet and the texture is amazing. I'm not a huge fan of celery sticks but the celeriac root has a different taste. It takes a while to bake it in the oven but overall this dish isn't very time consuming and relatively straight forward. I'd say it was a perfect as a Sunday roast, for the holidays or a dinner party. I can imagine it'd be tasty barbecued as well.

celeriac.jpg

Fyrir fjóra - For four

Ingredients

1 whole celeriac
1 cup barley
1 cup beetroot juice

Mushroom gravy
1 Oatly creamy oat, 250 ml (or soy cream)
250 gr shiitake mushrooms
1 small onion
1 large garlic clove
1 mushroom or veggie bouillon
2-3 tbsp nutritional yeast
1/4 cup white wine
1-2 tsp corn starch
salt and pepper
parsley to garnish
 

Innihald

1 heil sellerírót
1 bolli bygg
1 bolli rauðrófusafi

Sveppasósa
1 ferna Oatly matreiðslurjómi, lítil
250 gr shiitake sveppir
1 lítill laukur
1 stór hvítlauksgeiri
1 sveppa eða grænmetisteningur
2-3 msk næringager
1/4 bolli hvítvín
1-2 msk maíssterkja
salt og pipar
steinselja til að setja yfir


Skerið sellerírótina langsamt í sirka 2-3 cm breiðar sneiðar. leggið á ofnfat og hellið smá olíu yfir svo hún þekji báðar hliðar, stráið salt og pipar yfir. Bakið inni í ofni í 20 mín á hvorri hlið á 180 gráðum. Sjóðið byggið með 1 bolla af rauðrófusafa og 1 bolla af vatni, bætið svo vatni í ef þarf. Ég þurfti að bæta sirka 1/4 við. Skerið sveppina niður og setjið á ofnfat með smá olíu yfir, bakið í 10 mín við 180 gráður. Á meðan sveppirnir bakast skerið laukinn smátt niður og pressið hvítlaukinn, bætið í pott og steikið saman á frekar lágum hita með olíu. Bætið grænmetisteningnum út í og svo sveppunum. Hellið Oatly rjómanum yfir og hrærið, bætið síðan næringargeri og hvítvíni, þykkið með sirka 1-2msk af maíssterkju hrærið vel og kryddið svo með salt og pipar.

Slice the celeriac into 2-3 cm wide slices, put on oven tray and cover both sides with oil, put salt and pepper on both sides as well. Bake in the oven for 20 min on each side at 180 degrees. Boil the barley with 1 cup beetroot juice and 1 cup water, add more water if needed. Slice the mushrooms drizzle with oil and bake in oven for 10 min at 180 degrees. While the mushrooms bake slice the onion finely and press the garlic, fry together at low heat in a saucepan with oil. Add the bouillon and then the mushrooms from the oven. Pour the Oatly cream in and stir, then add the nutritional yeast and white wine, thicken sauce with 1-2 tsps of corn starch and stir until all clots disappear. Add salt and pepper to taste.