Páskaegg - Easter egg

Mig hefur langað að gera eigið páskaegg í langan tíma núna en seinustu páska hef ég fengið mér páskaegg frá Booja Booja. Það er sjúklega gott og kemur í svona fallega handmáluðu egglaga formi, inní því eru svo trufflur. Ég saknaði þess alltaf pínu að hafa ekki súkkulaði egg og málshátt inní. Við mamma ákváðum því að taka okkur til og búa til okkar eigin þetta árið og völdum málshátt handa hvor annarri. Mamma bjó til súkkulaðið sitt frá grunni en ég bræddi bara uppáhalds súkkulaðið mitt í form. Ég notaði iChoc súkkulaðið, choco cookie og white nougat crisp. Það var pínu erfitt að láta choco cookie súkkulaðið festast í forminu útaf litlu bitunum sem eru í því og endaði ég á að kaupa venjulegu týpuna og búa til eggið úr því.

I've wanted to make my own Easter egg for a while now but for the last few Easters I've had the Booja Booja ones. They're amazing and come in these beautiful hand painted egg shells which contain truffles inside. I wanted to try something different this year though and missed having an Icelandic style egg. They're made out of chocolate and are filled with loads of sweets and an old proverb. My mum and I decided to make our own this year, she made the chocolate she used from scratch but I just melted my favourite type of chocolate into a mould this time. I used the iChoc original type and the white nougat crisp.

paskar2.jpg
paskar3.jpg

Ég bræddi súkkulaðið í skál yfir heitu vatni og notaði sirka 3 plötur í allt eggið. Ég notaði sirka 2 plötur af white nougat crisp í minna eggið. Þegar súkkulaðið var bráðið leyfði ég því að kólna smá og hellti síðan smá hluta í formið og dreifði því um allt. Næst setti ég það á hvolf inn í frysti í sirka 5 mín. Eftir fyrstu umferðina er auðvelt að hella meira í þar sem það festist við fyrsta lagið sem er orðið kalt. Passið að hafa nógu mikið súkkulaði á jaðrinum þá er auðveldara að festa skeljarnar saman.

I melted the chocolate in a bowl over hot water and used around 3 packs (each 80g) of it for the large egg. Around 2 of the white nougat crisp for the smaller egg. After the chocolate was melted I let it cool down for around 10 minutes and then poured a bit into the mould just so it would cover the surface slightly. I then stuck it in the freezer edges down for 5 min. The next layer was easier to manage as the chocolate easily stick to the cooler chocolate from the first layer. Be careful to let the chocolate cover the edges especially as it will a lot easier to stick the egg together that way. 

paskar8.jpg

Svona leit formið út eftir sirka þrjú lög af súkkulaði (alltaf stungið inní frysti á hvolf í sirka 5 mín á milli laga). Ég stakk því svo inn í frysti aftur í seinasta sinn í sirka 40 min. Það ætti síðan að vera auðvelt að fá súkkulaðið til að losna frá forminu með því að kreista það aðeins til.

This is what my mould looked like after about 3 layers of chocolate (always letting it cool down in the freezer for 5 min between layers). I then popped it in the freezer for the last time for around 40 min. That allowed for it to be easy to let the chocolate separate from the mould. Just squeeze the mould gently on the sides.

paskar6.jpg
paskar7.jpg

Svo fyllti ég það bara með uppáhalds namminu mínu og málshætti auðvitað.

Then I just filled it with my favourite sweets and the rolled up proverb of course.

paskar4.jpg
paskar5.jpg

Til að búa til botninn hellti ég bræddu súkkulaði í bollamæli, frysti og hvolfdi svo úr.

For the base I poured melted chocolate into a measuring cup, put in the freezer for around 40 min and then poured it out.

Screen Shot 2018-03-27 at 17.58.17.png

Til að festa skeljarnar tvær saman fann ég snilldar ráð á youtube. Hita plötu eða pott og snúa á hvolf. Setja svo eina skelina á heita yfirborðið þangað súkkulaði jaðarinn byrjar að bráðna. Svo ýtti ég þeim saman og hélt í smá stund þangað til súkkulaðið þornaði. Ég var með bollaköku form við hliðiná mér og geymdi þar í einni holunni sem hélt egginu saman þangað til súkkulaðið þornaði að fullu. Ég endurtók þetta svo með botninn (setti botninn sjálfan á heita pottinn og festi svo páskaeggið við).

I found a brilliant video on youtube which showed how to easily melt the shells together to form the egg. You heat either a baking sheet or a saucepan and turn upside down. Then you place one of the shells onto the hot surface and let it melt a little and then press it up to the matching shell. Hold them together for a little while until the chocolate dries. I had a muffin tin next to me and placed the egg in one of the holes which held it together nicely until it fully dried. I then repeated it with the base of the egg (stuck the base to the bottom of a hot sauce pan and then stuck the egg to the base).

paskar11.jpg
paskar10.jpg

Ég er mjög ánægð með útkomuna og mun klárlega gera svona aftur. Þetta tekur smá tíma en það er geggjað að geta valið sjálfur uppáhalds nammið sitt inn í eggið og ráðið nákvæmlega stærðinni sem maður vill.

I'm very pleased with the outcome it's so nice to be able to choose which sweets you have inside the egg and to decide exactly what size you want it to be as well.