Rabbarbara baka með banana ís - Rhubarb crumble with banana ice cream

Þegar rabbarbari byrjar að fást í búðum á vorin elska ég að búa til þessa böku. Hún er rosalega fljótleg og það þarf ekki mikið af hráefnum í uppskriftina. Svo er bara hægt að nota hvað sem manni dettur í hug í stað rabbarbarans, t.d. epli, bláber, jarðaber... Ég nota oft blönduð frosin ber það virkar mjög vel. Það er lika sjúklega gott að skera súkkulaði niður og láta ofan á rétt áður en maður setur hana inn í ofn.

When rhubarb starts becoming available in the spring in stores I love making this crumble. It's super quick and easy and doesn't require a lot of ingredients. You can replace the rhubarb with whatever you like as well apples, blueberries, strawberries... I often use mixed frozen berries for example. If you want to make it extra delicious add some chopped chocolate bites on top just before you stick it in the oven.

rabbarbari.jpg
þurrefni.jpg
kokosolia.jpg
bakkkka.jpg
ís.jpg
clossse.jpg
rabbarbara baka.jpg
nalaaaaf.jpg

Hráefni

Rabbarbara baka
5-6 rabbarbara lengjur
1/2 bolli hrásykur
1/2 sítróna, kreist

1 1/2 bolli fínmalað spelt
1 bolli hafrar
1/2 bolli kókossykur
3/4 bolli kókosolía, bráðin
1 tsk vanilla

Banana ís
3-4 frosnir bananar
3/4 bolli plöntumjólk
Nokkur jarðaber
1/2 tsk vanilla
-Blandið öllu saman í góðum blandara

Ingredients

Rhubarb crumble
5-6 rhubarb sticks
1/2 cup cane sugar
1/2 lemon, squeezed

1 1/2 cup fine spelt flour
1 cup oats
1/2 cup coconut sugar
3/4 cup coconut oil, melted
1 tsp vanilla

Banana ice cream
3-4 frozen bananas
3/4 cup plant based milk
A few strawberries
1/2 tsp vanilla
-Mix everything together in a good blender


Skerið rabbarbarann þversum niður í sneiðar eins og á mynd að ofan, setjið í skál og hellið hrásykrinum og sítrónusafanum yfir. Blandið vel saman og leyfið að standa. Í annarri skál blandið saman öllum þurrefnum sem eftir eru, bræðið kókosolíuna, hellið yfir og blandið saman. Setjið rabbarbarann ofan í bökunarform og stráið hafra blöndunni yfir. Mér finnst voða gott að hafa mikið af blöndunni svo hlutföllin eru í samræmi við það. Bakið í sirka 25 mín á 180 gráðum.

Mér finnst sjúklega gott að hafa ís með bökunni, ég reyni að eiga gamla banana niðurskorna inn í frysti svo það sé auðvelt að búa til ís úr þeim eða setja þá í smoothie. Ég myndi miða við að nota sirka 1 banana á mann fyrir ísinn, maður fær tilfinningu fyrir hversu mikla mjólk þarf á móti eftir að hafa blandað öllu saman í fyrsta sinn. Það er hægt að setja hvað sem er í rauninni með bönununum, ég set oft hindber, bláber, mangó, ananas eða hnetusmjör, döðlur og kakóduft. Í þetta skiptið átti ég fersk jarðaber sem voru að byrja að verða pínu mjúk inn í ísskáp svo ég notaði þau og bætti smá vanillu með. Það er hægt að nota hvaða mjólk sem er með, ég nota oft möndlu eða kasjúhnetu mjólk eða blöndu af því sem ég á til hverju sinni. Ef ísinn kemur út aðeins bráðinn þá er ekkert mál að stinga honum í skál og inní frysti í smástund. 
 

Slice the rhubarb width-wise as shown in photo above, put into bowl and pour the cane sugar and lemon juice on top. Mix well and let stand on the side. In a separate bowl mix together all remaining dry ingredients, melt the coconut oil in whichever way you want, pour over dry ingredients and mix well. Put the rhubarb in an oven tray and crumble oat mixture on top. I like having a lot of crumble so the proportions are according to that. Bake for around 25 min at 180 degrees.

I really like having ice cream with the crumble, I try to have brown bananas sliced and ready to go in a box in the freezer so I can make banana ice cream when I'm craving something sweet. I'd say use about 1 banana per person you get a feeling how much milk to use after mixing everything together the first time. You can put anything you like in with the bananas, sometimes I put raspberries, blueberries, mango, pineapple or peanut butter, dates and cocoa powder. I had some fresh strawberries in the fridge that were about to go off so I used them this time and added in a bit of vanilla as well. You can use any type of plant milk you like for it, I like using either almond or cashew but anything works. If the ice cream comes out a bit runny just stick it in a bowl in the freezer for a few minutes.