Hvítlauks aspas pizza með parmesan - Garlic asparagus pizza with parmesan

Á föstudögum var alltaf pizza á mínu heimili þegar ég var að alast upp. Mamma bjó alltaf heimatilbúið deig og sósu svo hjálpuðumst við systurnar að við að skera niður það sem við vildum á okkar hluta pizzurnar. Mér fannst þetta alltaf ótrúlega skemmtilegt og hlakkaði alltaf til kósí pizzu föstudaga. Í þetta skiptið langaði mig að prófa að gera pizzu með hvítum grunni eins og ég smakkaði í Róm einu sinni. Útkoman var að nota uppskriftina að "camembert" ostinum og setja svo aspas, lauk og strá parmesan osti yfir.

Friday nights were always pizza nights at home when I was growing up. My mum always made the dough and sauce from scratch and then my sister and I helped out by slicing whichever toppings we wanted on top. I loved this tradition and always looked forward to cozy pizza Friday nights. This time I wanted to try and make a pizza with a white base, I tried one in Rome once and it was amazing. The outcome was to use the recipe of the "camembert" cheese as the base and asparagus, onions and parmesan for the toppings.

aspas4.jpg
aspas5.jpg

Ingredients

Pizza dough:
1 cup warm water
2 tbsp dry active yeast
1 tbsp oil
pinch of salt
3 cups finely ground spelt flour

Camembert recipe can be found here

Parmesan:
1/4 cup cashews
2 tbsp nutritional yeast
1 tbsp garlic powder
2 tsp salt

7-8 asparagus
1 onion
1-2 garlic cloves
2 tbsp vegan butter (or oil)

Hráefni

Pizza botn:
1 bolli volgt vatn
2 msk þurrger
1 msk olía
smá salt
3 bollar fínmalað spelt

Camembert uppskrift má finna hér

Parmesan:
1/4 bolli kasjúhnetur
2 msk næringarger
1 msk hvítlauksduft
2 tsk salt

7-8 aspas lengjur
1 laukur
1-2 hvítlauksgeirar
2 msk sirka vegan smjör (eða olía)
 

Ef þið ætlið að búa til pizza botninn hellið þá volga vatninu í stóra skál og setjið gerið, olíuna og saltið útí. Leyfið að standa í sirka 10-12 mín. Blandið svo speltinu út í og hnoðið deigið vel saman. Leggið deigið í skálina og setjið rakt viskustykki yfir, leyfið að hefast í sirka 2 tíma.
Útbúið vegan camembert ostinn með því að blanda öllum hráefnum saman í öflugum blandara eða matvinnsluvél. Hellið honum yfir í pott og hitið á lágum hita og hrærið jafnt og þétt með písk svo það myndist ekki kekkir. Skerið aspasinn og laukinn í sneiðar eins þykkar og þið viljið. Steikið aspasinn á pönnu með vegan smjöri og pressuðum hvítlauk. Blandið öllum parmesan hráefnunum saman í matvinnsluvél og leggið í litla skál til hliðar. Þegar deigið er búið að hefast fletjið það út og smyrjið camembert ostinum yfir, látið aspasinn og laukinn ofan á og smá parmesan yfir með. Bakið á 180 gráðum í sirka 15-20 mín eða þangað til osturinn og laukurinn er byrjaður að brúnast.

If you're going to make the pizza dough then pour the warm water in a large bowl with the yeast, oil and salt. Let stand for 10-12 min. Then add the spelt flour in and mix together well, knead the dough before putting it back in the bowl and covering it with a wet kitchen towel. Let rise for about 2 hours. Prepare the vegan camembert by blending all the ingredients in a powerful blender and then pour into saucepan on low heat. Stir the mixture continuously avoiding it from clumping. Set aside. Slice the asparagus and onion. Fry the asparagus on a pan with some vegan butter and pressed garlic. Mix together all the ingredients for the parmesan in a food processor or blender, put in small bowl on side. When the dough has risen, roll it out and pour the vegan camembert on top spreading it out into a rather thick layer. Put the asparagus and onion on top and sprinkle with a bit of parmesan. Bake in oven at 180 degrees for about 15-20 min or until cheese or onion begins to brown.