Kókos lime blómkáls vefjur - Coconut lime cauliflower tacos

Þetta er uppáhalds rétturinn minn núna, hann er frekar tímafrekur en svo sjúklega góður! Stökka raspið utan á blómkálinu er fullkomið með ferska sæta hrásalatinu og chili majónesið yfir toppar bragðið algjörlega. Hugmyndina að blómkálinu fann ég á Veggie inspired síðunni og hef ég síðan breytt og útfært á minn eigin hátt. 

This is my favourite dish right now, it's a bit time consuming but soo good! The crispy breadcrumb coated cauliflower is perfect with the fresh sweet coleslaw and the chili mayo on top makes it all come together. I found the idea of the cauliflower on the Veggie inspired blog and since then I've done loads of my own versions.

blomm.jpg
blomkal.jpg
IMG_0113.jpg
blomkalll.jpg
blomkk.jpg

Uppskrift fyrir 4 - Recipe for 4

Hráefni

1 stór blómkálshaus

1 1/2 lime, börkur og safi
1 dós kókosmjólk

1 1/4 bolli brauðrasp (ég notaði brauð frá brauð og co, ristaði vel og setti í nutribullet)
1/2 bolli kókosmjöl
3/4 bolli möndlumjöl
1/4 bolli fínmalað spelt
2 tsk paprikuduft
1 tsk hvítlauksduft
2 tsk kúmen
1/2 tsk cayenne pipar/chili

4 epli, rifin niður
2 rauðrófur eða rauðkál, skorin smátt
4-5 gulrætur, rifnar niður
Handfylli af salati skorið gróft
Handfylli af kóríander eða steinselju
3-4 msk agave eða hlynssíróp
1/2 lime kreist yfir

1 bolli majónes
2-3 msk sriracha
1 tsk paprika
Lime safi yfir
 

Ingredients

1 large cauliflower

1 1/2 lime, zest and juice
1 can coconut milk

1 1/4 cup breadcrumbs (I used sourdough bread which I toasted and ground up)
1/2 cup dessicated coconut
3/4 cup almond meal
1/4 cup fine ground spelt flour
2 tsp paprika
1 tsp garlic powder
2 tsp cumin
1/2 tsp cayenne pepper/chili

4 apples, grated
2 beets or red cabbage, grated/finely chopped
4-5 carrots, grated
Handful of salad, chopped
Handful of either coriander or parsley
3-4 tbsp sweetener, agave or maple syrup
1/2 lime squeezed over

1 cup mayo
2-3 tbsp sriracha
1 tsp paprika
Lime juice

Þar sem blómkálið tekur sirka 45 mín að bakast þá byrja ég á því. Skerið blómkálið í sirka þumal þykkar sneiðar, það getur verið erfitt að fá það til að haldast saman en eitt ráð er að skera það í áttina sem vex s.s. á langinn. Þið ættuð að fá u.þ.b. 3-4 sneiðar, stundum fæ ég fleiri og stundum næ ég ekki einni einustu alveg í gegn án þess að hún hrynji í sundur. En það skiptir ekki máli því þær eru alveg jafn góðar á bragðið þó svo þær haldist ekki vel saman.

Næst er að útbúa brauðraspið og kókosmjólkina til að dýfa blómkálinu í. Blandið þurrefnunum saman í breiða skál og kókosmjólkinni í aðra eins. Raspið börkinn af einu lime-inu út í kókosmjólkina og kreistið það svo útí ásamt hálfu öðru. Hafið ofnplötu til hliðar tilbúna. Dýfið blómkálssneiðunum út í mjólkina fyrst og svo í raspið. Ég nota hendurnar þegar ég set þær út í mjólkina og svo hef ég skeið í raspinu til að moka því yfir. Mér finnst voða gott að hafa litla skál til hliðar með volgu vatni til að skola hendurnar á milli þar sem raspið festist mikið við. Leggið sneiðarnar á ofnplötu og bakið við 180 gráður í sirka 20 mín á hvorri hlið.

Á meðan blómkálið bakast, raspið niður eplin, gulræturnar og rauðrófurnar (eða skerið niður rauðkálið). Látið í stóra skál og bætið við salatinu, kóríander/steinselju og sætunni yfir. Blandið allt vel saman og kreistið svo lime yfir.

Blandið majónesinu saman í skál með sriracha sósu og papriku dufti, kreistið smá lime yfir til að gera bragðið ennþá ferskara.

As the cauliflower takes a while to bake I start with preparing that. Slice the cauliflower into slices about the thickness of an inch. It can be really tricky to get them to actually stick together and not completely crumble apart but one trick is to cut the cauliflower length-wise as it grows. Even if it crumbles to bits don't worry it'll still taste delicious. You should be able to get around 3-4 good slices, sometimes I get more and sometimes I don't even manage to get a single good one it depends on the cauliflower.

The next step is to prepare the breading station. Mix all the dry ingredients together in a wide bowl and pour the coconut milk into another separate bowl. Grate the zest from the lime into the coconut milk and then squeeze the juice from the lime and another half. Prepare an oven tray to have ready on the side. Dip the cauliflower into the coconut milk and then into the breadcrumbs, make sure it's coated on all sides. I use my hands to dip it into the milk and then a spoon to cover it all with breadcrumbs. If you do it that way it's good to have a little bowl on the side with warm water in to rinse your hands in between as they get quite covered in breadcrumbs. Put the cauliflower slices on an oven tray and bake at 180 degrees for 20 min on each side.

While the cauliflower bakes grate the apples, carrots, beets (or slice the red cabbage) and slice the salad into a large bowl. Add either the coriander or parsley and the sweetener and mix well together. Finally squeeze the lime over.

In a medium sized bowl mix the sriracha and paprika in with the mayonnaise. Squeeze lime juice over for added freshness.