Búlgur "kjöt" bollur - Bulgur "meat" balls

Þetta er uppskrift sem mamma skrifaði niður eftir tyrkneskri vinkonu sinni Ayse. Við kynntumst henni og fjölskyldu hennar þegar við bjuggum í Bandaríkjunum en hún og maðurinn hennar áttu tvær dætur á svipuðum aldri og ég og systir mín. Við fórum oft í mat til þeirra og það var alltaf þvílík veisla, við mættum snemma og mamma hjálpaði til í eldhúsinu í marga tíma og skrifaði allt niður jafnóðum. Þessar uppskriftir eru þvílíkar gersemar þær eru allar sjúklega góðar og minna á skemmtilegar stundir.

This is a recipe which my mum wrote down after her Turkish friend Ayse. We got to know her and her family when we lived in America her and her husband had two daughters who were similar in age to my sister and I. We were often invited for dinner at their house and it was always a feast we'd spend hours at the table eating. We'd show up early in the day and my mum would help her in the kitchen and write all the recipes down as they cooked. These recipes are so important to me not only are they all delicious but they remind me of really fond memories with them.

bulgur2.jpg

Ég er ekki viss um hvað henni myndi finnast um að ég væri að vegan-æsa þessa uppskrift en mér finnst hún persónulega koma alveg nákvæmlega eins út!

I'm not sure what'd she think of me vegan-ising her recipe but I think it turns out exactly the same!

bulgur3.jpg
bulgur4.jpg
bulgur5.jpg
bulgur7.jpg
bulgur10.jpg

Ingredients

1/2 cup bulgur
1 cup boiling water
1 pack vegan minced meat
1 onion, very finely chopped
1 can kidney beans
salt and pepper

1 courgette or aubergine
2 onions
2 1/2 cups boiling water
4-5 tomatoes with the skin taken off
1 jar of tomato paste, 200 ml

Hráefni

1/2 bolli bulgur
1 bolli sjóðandi vatn
1 pakki vegan hakk
1 laukur smátt saxaður
1 dós nýrnabaunir
salt og pipar

1 kúrbítur eða 1 eggaldin
2 laukar
2 1/2 bollar sjóðandi vatn
4-5 tómatar, húðin tekin af
1 krukka tómatpúrra, 200 ml
 

Byrjið á að hella bulgur í pott og sjóðandi vatn yfir, setjið lok á pottinn og leyfið að standa í sirka 15 mín eða þangað til vatnið er horfið. Í skál hellið sjóðandi vatni yfir tómatana svo húðin losni frá þeim. Ef þið viljið stytta ykkur tíma kaupið þá tómata í dós. Skerið kúrbítinn/eggaldinið og 2 lauka í sneiðar og svo tómatana þegar þið eruð búin að ná húðinni af. Steikið kúrbítinn/eggaldinið og laukinn saman með ólíviuolíu á stórri djúpri pönnu. Bætið tómötunum síðan útí og tómatpúrrunni og 2 bolla af sjóðandi vatni og leyfið að malla. Saxið laukinn sem er eftir smátt og stappið nýrnabaunirnar saman (eða blandið í matvinnsluvél). Takið búlgúrið og setjið í skál saman með vegan hakkinu, nýrnabaununum og saxaða lauknum. Blandið öllu saman og myndið bollur. Bætið bollunum út í pönnuna og hrærið varlega saman við, hellið 1/2 bolla af sjóðandi vatni yfir og leyfið að malla saman í sirka 15-20 min. Það er allt í lagi þó svo bollurnar detti aðeins í sundur.

Start by boiling a kettle filled to the top. Add the bulgur to a sauce pan and pour 1 cup of boiling water over, cover with lid and let stand for at least 15 min. In a bowl add the tomatoes and pour some boiling water over them to loosen the skins away. If you want to buy yourselves some time then buy diced tomatoes in a jar. Slice the courgette/aubergine and fry together with olive oil on large deep pan. Then add in the tomatoes, tomato paste and 2 cups boiling water let simmer together while you make the meat balls. Slice the remaining onion very finely and put the kidney beans in a food processor or mush with a fork. Add the bulgur, vegan minced meat, kidney beans and onion into a bowl and mix well together. Form ping pong sized balls and add them into the pan. Mix together with the sauce and veggies carefully and then pour 1/2 cup of boiling water over it all. Cover with lid and let simmer for 15-20 min. It's ok if some of the meatballs don't stick together.