Snúðar með "camembert", karamelluðum lauk og döðlumauki - Buns with "camembert", caramelised onion and date paste

Þessi "ostur" er sjúklega góður það er bara ekki hægt að lýsa því hvernig áferðin er, ég skil ekki hvernig hún getur orðið svona alveg eins og camembert ostur! Bragðið er auðvitað aðeins öðruvísi en hrikalega gott engu að síður. Ég er rosalega ánægð með þessa uppskrift og vona að þið prófið og njótið hennar.

This "cheese" is soo good I can't really describe or understand how the texture came out the same as camembert cheese but it happened and it's amazing. The taste is of course a bit different but extremely tasty nonetheless. I'm really happy with this recipe and hope you try and enjoy it.

cam1.jpg
camm14.jpg
cam3.jpg
cam4.jpg
cam6.jpg
cam9.jpg
cam8.jpg
cam13.jpg
cam11.jpg

Ingredients

Dough
1 cup warm water
2 tbsp yeast
1 tbsp oil
pinch of salt
3 cups spelt flout

Camembert
1 cup cashews, soaked overnight
1 garlic clove
2 tbsp arrowroot powder
1 tsp salt
1/2 pepper
1 tbsp miso paste
3/4 cup warm water

Date paste
3/4 cup dates
1 1/2 cup hot water

2 onions, chopped into ringlets
1/3 cup oil

Hráefni

Deig
1 bolli volgt vatn
2 msk ger
1 msk olía
smá salt
3 bollar spelt

Camembert
1 bolli kasjúhnetur, í bleyti yfirnótt
1 hvítlauksgeiri
2 msk arrowroot duft
1 tsk salt
1/2 tsk pipar
1 msk miso paste
3/4 bolli volgt vatn

Döðlumauk
3/4 bolli döðlur
1 1/2 bolli heitt vatn

2 laukar, skornir í hringi
1/3 bolli olía
 

Deigið
Hellið volga vatninu í stóra skál með gerinu, olíunni og saltinu, leyfið að standa saman í 10 mín. Blandið svo speltinu við smám saman og hnoðið deigið saman vel með höndunum. Setjið rakt viskustykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefjast í 1-2 tíma. Þið getið líka bara keypt tilbúið deig ef þið hafið lítinn tíma.

The Dough
Pour the warm water in a large bowl with the yeast, oil and salt, let stand for 10 min. Mix the spelt slowly in and knead the dough together well with your hands. Cover the bowl with a wet kitchen towel and let the dough rise for 1-2 hours. You can also just buy ready made pizza dough if you want to make it quicker.

Camembert
Blandið öllu saman fyrir ostinn í blandara og blandið þangað til alveg silkimjúkt. Hellið síðan blöndunni í pott og setjið á frekar lágan hita. Fylgist vel með honum og þegar byrjar að hitna hrærið þá með písk til að koma í veg fyrir að kekkir myndist. Hafið hitann á þangað til blandan byrjar að þykkjast eins og á annarri mynd að ofan. Ef þið viljið bara hafa ostinn með til að borða með brauði eða kexi t.d. hellið honum þá ofan í lítið mót og bakið inni í ofni á 170 gráðum í 15 mín. Ef þið ætlið að gera snúðana eða hornin þá þurfið þið ekki að baka ostinn áður en hann fer á deigið. 

The Camembert
Mix all the ingredients together in a powerful blender until completely smooth. Then pour the mixture into a saucepan over low heat. Keep your eyes on the mixture and when it starts heating up start stirring to prevent it from clumping. Keep the heat on until the mixture starts to thicken up like the second photo shows above. If you just want the cheese to have with crackers or bread for example then pour the mixture into a small oven proof mold and bake at 170 degrees for 15 min. If you want to do the buns or pockets then you don't have to bake the cheese before putting it on the dough.

Döðlumaukið
Hellið heitu vatni yfir döðlurnar og leyfið að standa í 10-15 mín. Hellið svo vatninu af döðlunum og blandið döðlunum saman í matvinnsluvél.

The Date Paste
Pour the hot water over the dates and let stand for 10-15 min. Then pour the water off and mix the dates together in a food processor.

Karamellaði laukurinn
Skerið laukinn í þunnar langar sneiðar og steikið á pönnu með olíu, snúið lauknum um leið og hann er farinn að brúnast og leyfið að brúnast á öllum hliðum. Lækkið hitann þegar laukurinn er byrjaður að brúnast á flestum hliðum og fylgist með að það sé næg olía á pönnunni svo hann festist ekki við. Það er alltaf hægt að hella olíunni af ef hún er of mikil. Ég nota avókadó olíu, kókosolíu eða aðra olíu sem þolir mikinn hita.

The Caramelised Onion
Slice the onion into thin long slices or ringlets and fry on a pan with the oil, turn the onion as soon as it starts to brown, let it brown on all sides. Turn the heat down when the onion has browned on most sides and be careful that there is enough oil on the pan so it doesn't stick. You can always pour the oil off later if there is some excess. I use either avocado oil, coconut oil or any other oil that tolerates high heat.

Hornin
Fletjið deigið út í hringlaga form og setjið smá af ostinum, döðlumaukinu og lauknum í hvert horn eins og sýnt er á myndinni. Festið saman með því að fletta breiða hlutanum yfir fyllinguna og rúlla svo mjóa hlutanum yfir. Penslið plöntumjólk yfir hornin og bakið á 170 gráðum í 15-20 mín eða þangað til þau eru byrjuð að brúnast smá.

The Pockets
Roll the dough out into a circle shape and put a small spoonful of the cheese, date paste and onion in each pocket as shown in photo above. Roll them up by taking the wide end and covering the filling and then turn the narrow end over. Brush some plant-milk over and bake at 170 degrees for 15-20 min or until they've started to brown a bit.

Snúðarnir
Fletjið deigið út í ferhyrningslaga form og smyrjið ostinum yfir, stráið lauknum og döðlumaukinu yfir jafnt og þétt. Rúllið deiginu upp og skerið svo sirka 3-4 cm sneiðar út, eða eins þykka og þið viljið hafa þá. Bakið í sirka 15-20 mín. Mér fannst gott að hafa smá ost til hliðar til að nota til að dýfa ofan í eftir á. Gott að toppa með fersku oreganó kryddi eða rósmarín.

The Buns
Roll the dough out into a square shape and spread the cheese on so it completely covers the surface. sprinkle the caramelised onion and date paste over. Roll the dough up and then slice into about 1-2 inch thick slices or however thick you want them to be. I like leaving a little of the cheese behind to use to dip into. Sprinkle with fresh oregano or rosemary sprigs.