Gulrótarkaka - Carrot Cake

Þessi kaka er ágæt leið til að borða helling af gulrótum. Hún er í hollara lagi (fyrir utan kremið) og rosalega bragðgóð. Eplamaukið bý ég yfirleitt til sjálf með því að afhýða epli, skera í bita og sjóða í vatni þangað til bitarnir eru orðnir mjúkir. Svo annaðhvort mauka ég þá með gaffli eða hendi í matvinnsluvél. Eplamauk getur komið í stað smjörs eða olíu og einnig í stað sykurs.

This cake is a good way to eat tons of carrots. It's a healthier version of a traditional carrot cake (excluding the frosting) and it's really delicious. I usually make the applesauce myself just by pealing apples, cutting into pieces and boiling in water until they're soft. Then I either mush them together with a fork or put them in a food processor. Applesauce can replace butter or oil in baking and sugar.

carrot4.jpg
carrot3.jpg
carrot.jpg

Ingredients

2 cups carrots, shredded
1/4 cup raw cane sugar
1/4 cup coconut sugar
1/2 cup apple sauce (100% apples)
1 tsp vanilla
1/3 cup coconut oil (or other vegetable oil)
1/4 cup plant milk

1 cup finely ground spelt
1 cup buckwheat flour
1 tsp baking powder
1 tsp baking soda
Pinch of salt
1 tsp cinnamon
1/4 tsp cloves
1/4 tsp nutmeg

1/4 cup walnuts, chopped
1/4 cup raisins

Cream cheese frosting
1 1/2 package Oatly cream cheese (or about 230 gr vegan cream cheese)
2 cups powdered sugar
2 tbsp lemon juice
1/4 cup vegan butter

Hráefni

2 bollar gulrætur, niður rifnar
1/4 bolli hrásykur
1/4 bolli kókossykur
1/2 bolli eplamauk
1 tsk vanilluduft
1/3 bolli kókosolía (eða önnur jurtaolía)
1/4 bolli plöntumjólk

1 bolli fínmalað spelt
1 bolli bókhveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
Smá salt
1 tsk kanill
1/4 tsk negull
1/4 tsk múskat

1/4 bolli valhnetur, hakkaðar
1/4 bolli rúsínur

Krem
1 1/2 dós Oatly smurostur (þessi ljósblái)
2 bollar flórsykur
2 msk sítrónusafi
1/4 bolli vegan smjör
 

 

Blandið saman gulrótunum með sykrinum, eplamaukinu, vanilluduftinu, mjólkinni og kókosolíunni (gott er að hafa hana brædda). Í annarri skál blandið saman þurrefnum. Bætið þurrefnunum útí gulræturnar og hrærið saman. Bætið valhnetum og rúsínum út í ef þið viljið. Skiptið deiginu niður í tvö vel smurð form (sirka 15-20 cm í þvermál) og bakið í 20 mín á 170 gráðum. Blandið saman öllum hráefnum í kremið. Leyfið kökunni að kólna áður en þið setjið kremið á. 

Mix together the carrots with the sugars, apple sauce, vanilla, plant milk and coconut oil (good to have in liquid shape). In a separate bowl mix together the dry ingredients. Combine the carrots with the dry ingredients and pour into 2, well greased, round moulds (circa 15-20 cm in diameter). Bake at 170 degrees for 20 min. Combine all the ingredients for the frosting. Let the cake cool down before putting the frosting on.