Karrý - Curry

Í dag var rosa mikið að gera og því fannst mér tilvalið að búa til ótrúlega einfaldan rétt, ég hendi alltaf í karrýrétt þegar það er til allskonar afgangs grænmeti inni í ísskáp sem ég veit ekki hvað ég á að gera við. Það er ekkert heilagt við þessa uppskrift og það eiga örugglega allir sína útgáfu af henni mín er allavega alltaf að breytast. Það sem mér finnst best við hana er að maður getur nýtt svo mikið af grænmeti sem er kannski alveg á síðasta snúning og því spornað við matarsóun!

Today was quite a busy day so I made an incredibly simple dish, I always make it when there's loads of leftover vegetables in the fridge. It's simple but really warming and delicious. Nothing is holy with this recipe everyone probably has their version of a curry mine is at least constantly changing. What I like the most about it is that you can use up all the slightly dodgy vegetables you have hanging around, the ones that are on their last days and therefore prevent food waste!

karry2.jpg

Ingredients

2 sweet potatoes diced
3-4 carrots diced
1 bell pepper
4-5 small potatoes
1/2 head broccoli
2 red onions
2-3 cm of ginger root, grated
1 can coconut milk
3 tbsp garam masala
2 tbsp cumin
1/2 tsp ceyenne pepper
1 tbsp garlic powder
1 tbsp paprika
1 tbsp curry madras
1 tbsp cinnamon
1 msk mustard seeds
Good to serve with mango chutney and coriander

Hráefni

2 sætar kartöflur skornar í teninga
3-4 gulrætur skornar í teninga
1 paprika
4-5 litlar kartöflur
1/2 brokkolíhaus
2 rauðlaukar
2-3 cm af engiferrót, röspuð niður
1 dós kókosmjólk
3 msk garam masala
2 msk kúmen
1/2 tsk ceyenne pipar
1 msk hvítlauksduft
1 msk paprikuduft
1 msk karrý madras
1 msk kanill
1 msk sinnepsfræ
Gott að hafa mangó chutney með og kóríander

 

Skerið kartöflurnar (með eða án hýði eins og þið viljið) og gulræturnar niður. Setjið í ofnfast mót og hellið smá olíu yfir, bætið 2 msk eða slatta af garam masala yfir og blandið vel saman. Bakið inní ofni á 180 gráðum þangað til kartöflunar byrja að mýkjast. Steikið rifnu engiferrótina á stórri djúpri pönnu með olíu og bætið restinni af niðurskorna grænmetinu út í. Bætið svo kryddinu við og hellið kókosmjólkinni með. Leyfið að malla saman og bætið svo kartöflunum útí og smá heitu vatni með ef ykkur finnst rétturinn of þykkur. Karrýið verður bragðmeira eftir því sem þið leyfið því að malla lengur saman. Setjið í skál og berið fram með mangó chutney og kóríander.

Dice the potatoes (with or without the skin, as you like) and carrots and put in an oven proof container, pour some oil over and add 2 tbsp of garam masala or just as much as you like and mix thoroughly. Bake in the over at 180 degrees until the potatoes start to become soft. Fry the grated ginger on a deep large pan with some oil and then add the remaining chopped down veggies. Add the spices to the mix and finally the coconut milk. When the potatoes are ready pour them into the pan and if the curry is a little low on liquid add some hot water to it. The dish will be more flavourful the longer you let it cook together. Serve in a bowl with mango chutney and some coriander.