Rjómalöguð graskers pasta baka - Creamy butternut squash pasta bake

Í kvöld langaði mig í eitthvað rjómalagað og djúsí, ég ákvað því að nýta kasjúhneturnar sem voru búnar að liggja í bleyti inní ísskáp í nokkra daga og butternut squash sem ég hafði keypt fyrir nokkru síðan. Niðurstaðan varð pasta með ostasósu og brauðmylsnu ofan á bakað í ofni, það kom mér á óvart hversu gott þetta var! En það er erfitt að klúðra hlutunum þegar maður notar kasjúhnetu ostasósu sem grunn.

I was really craving something creamy and cheesy tonight for dinner, so I used up some cashews that had been soaking for a few days in the fridge and a butternut squash I bought a while ago. The result was better than I expected it to be! Then again when you have a cashew cheese sauce as a base with pasta it's hard to go wrong.

macncheese.jpg
pastabake2.jpg
pastabake.jpg

Uppskrift fyrir 4-5

Ingredients

Cheese sauce
1 1/2 cup cashews, soaked
1 cup hot water
1 tbsp miso paste
1/4 cup nutritional yeast
1 tbsp salt
1 tsp pepper
1 garlic clove
1 tsp paprika
1 tsp sriracha
1 tbsp arrowroot powder

Approximately 500 gr of pasta, macaroni or whichever type you prefer
1 onion, sliced
1/2 butternut squash, diced and baked in oven


1/2 - 3/4 cup breadcrumbs (I used sourdough bread which I toasted and blended)
1 tsp paprika
1 tbsp garlic powder
Good to have a bit of vegan parmesan in the mix as well

Hráefni

Ostasósa
1 1/2 bolli kasjúhnetur, lagðar í bleyti
1 bolli heitt vatn
1 msk miso
1/4 bolli næringager
1 msk salt
1 tsk pipar
1 hvítlauksgeiri
1 tsk papriku duft
1 tsk sriracha
1 msk örvar rótar duft

Sirka 500gr pasta, makkarónur eða sú týpa sem ykkur þykir best
1 laukur, skorinn niður
1/2 butternut squash, skorið í teninga og bakað

1/2 - 3/4 bolli af brauðmylsnu (ég notaði súrdeigsbrauð sem ég ristaði vel og blandaði)
1 tsk paprikuduft
1 msk hvítlauksduft
gott að hafa vegan parmesan blandað í líka


 

Blandið saman öllum ostasósu hráefnum í kraftmikla matvinnsluvél þangað til blandan er orðin silkimjúk. Bakið butternut squash-ið í ofni þangað til þið getið stungið gaffli í gegn auðveldlega. Plokkið hýðið af og setjið í blandara með ostasósunni og blandið vel saman. Sjóðið pastað. Á meðan það sýður steikið laukinn á pönnu og ristið 3-4 brauðsneiðar vel svo þær verði stökkar án þess þó að brenna. Rífið sneiðarnar í tvennt og setjið í blandara ásamt paprikudufti, hvítlauksdufti og parmesan ef þið viljið notað það. Blandið þangað til það myndast mylsna. Hellið vatninu af pastanu og látið í eldfast mót. Hellið ostasósunni yfir og blandið vel saman, látið svo laukinn ofan á og stráið loks brauðmylsnunni yfir. Bakið á 190 gráðum í sirka 15-20 mín.

Blend all the ingredients for the cheese sauce together in a powerful blender or food processor until the mixture is completely creamy. Bake the butternut squash in the oven until you can easily stick a fork through it. Peal the peel off and add into the blender with the cheese sauce, mix together well. Boil the pasta. While the pasta boils fry the onion on a pan and toast 3-4 slices of bread until crispy. Rip the slices in half and put them in the food processor with paprika and garlic powder as well as parmesan if you want to add that. Blend until it starts to look like breadcrumbs. Drain the pasta and pour into an oven proof mold pour the cheese sauce over and mix well together. Add the onion on top and then crumble the breadcrumbs over the top. Bake at 190 degree for about 15-20 min.