Papriku tagliatelle - Red Pepper Tagliatelle

Þessi sósa er sjúklega góð og auðveld að búa til. Ef þið eigið ekki til sítrónugras eða finnið ekki í búð þá er það alls ekki alvarlegt það gefur bara smá auka ferskleika. Kasjúhnetur geta líka verið skipt út fyrir sojarjóma eða annan vegan matreiðslurjóma. Sósan virkar fyrir hvernig pasta eða núðlur sem er auðvitað, mér finnst rosa gott að hafa tagliatelle með henni það verður eitthvað svo djúsí.

This sauce is really delicious and easy to make. If you don't have lemongrass or can't find it in the shops don't worry it's not a key ingredient it just adds a bit of freshness to the taste. Cashews can also be replaced with soy cream or another vegan cream substitute. The sauce can be used with any other pasta or noodles of course, I like having it with tagliatelle as the sauce just gets everywhere.

redpepperpasta.jpg

Uppskrift fyrir 4 - Recipe for 4

Ingredients

300 gr tagliatelle
Parsley

Sauce
3 red bell peppers
1 garlic cloves
3 tbsp nutritional yeast
2 stalks lemongrass
1/2 lemon, the juice
1 tsp cumin
1 tbsp paprika
1 tsp chili powder
1 tsp salt
1 tsp pepper
1 tbsp maple syrup
1/4 cup cashew nuts, soaked
1/4 cup hot water
 

Hráefni

300 gr tagliatelle
Steinselja

Sósa
3 paprikur
1 hvítlauksgeiri
3 msk næringager
2 stilkar sítrónugras
1/2 sítróna, safinn
1 tsk kúmen
1 msk papriku duft
1 tsk chili duft
1 tsk salt
1 tsk pipar
1 msk hlynssíróp
1/4 bolli kasjúhnetur, lagðar í bleyti
1/4 bolli heitt vatn

 

Bakið paprikurnar heilar í ofni við 200 gráður þangað til húðin byrjar að brúna (sirka 15 mín). Leggið kasjúhneturnar í bleyti í heitu vatni. Leggið til hliðar. Byrjið að sjóða pasta-ið. Látið öll hráefni í matvinnsluvél. Takið paprikurnar úr ofninum og plokkið húðina af, skerið í tvennt og hellið bæði vökva og fræum af. Látið paprikurnar út í matvinnsluvélina og blandið öllu vel saman. Blandið kasjúhnetunum sér saman og hellið svo útí hina blönduna. Hellið vatninu af pasta-inu í sigti og látið aftur í pottt, hellið sósunni yfir og hrærið saman á lágum hita þangað til allt er vel blandað saman. Gott að bera fram með steinselju og sítrónu til að kreista yfir.

Bake the red peppers whole in an oven at 200 degrees until the skin starts to brown (appr. 15 min). Soak the cashews in hot water and set aside. Start boiling the pasta. Put all other ingredients in food processor ready to blend. Cut the red peppers in half after baking and remove all excess liquid and seeds. Add the peppers into the food processor and blend until smooth. Blend the cashews along with a 1/4 cup of hot water separately, then add in with sauce. Drain the pasta when done cooking and pour sauce over in sauce pan. Let simmer together on low heat for a few minutes until it's all well mixed in. Good to serve with fresh flat leaf parsley and some lemon to squeeze over.