Enskar skonsur - Scones with cream and jam

Ég elska enskar skonsur með "clotted cream" og sultu. Ég saknaði þeirra mjög eftir að hafa gerst vegan. Kærasti minn sem er enskur var í heimsókn á dögunum svo mér fannst það vera gott tækifæri til að reyna að búa til vegan útgáfu af þeim. Þær gefa ekkert eftir hefðbundinni útgáfu, mér finnst kókosrjóminn jafnvel enn ferskari og betri.

While living in England scones with clotted cream were one of my favourite foods. I really missed them after going vegan and thought it'd be a good opportunity to attempt making them while my English partner was visiting. These are really similar to traditional scones and I think I actually prefer the coconut cream to the clotted cream. 

scone.jpg
scone2.jpg
scone1.jpg

Ingredients

1/2 cup plant milk
1 tbsp apple cider vinegar
1 1/2 tbsp flax meal

2 cups finely ground spelt flour
1/3 cup cane sugar
1/2 tsp salt
1/2 tsp baking powder
1/2 tsp baking soda
100 gr vegan butter or margarine
1/4 cup raisins
1/4 cup soy yogurt, plain or vanilla

1 can coconut milk, cooled down
jam

Hráefni

1/2 bolli plöntumjólk
1 msk eplaedik
1 1/2 msk hörfræ, mulin niður

2 bollar fínmalað spelt
1/3 bolli hrásykur
1/2 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
100 gr vegan smjör eða smjörlíki
1/4 bolli rúsínur
1/4 bolli soja jógúrt, venjuleg eða vanillu

1 dós kókosmjólk, kæld
sulta
 

Stingið kókosmjólkinni inn í frysti. Hrærið saman mjólkinni, eplaedikinu og hörfræunum í litla skál, leyfið að standa í 15 mín. Blandið saman spelti, hrásykri, salti, lyftidufti og matarsóda í stærri skál. Bætið svo smjörlíki útí og hnoðið saman við deigið. Hrærið jógúrtunni saman við edikblönduna og bætið útí deigið. Bætið rúsínunum út í. Bakið við 190 gráður í 15-20 mín. Takið kókosmjólkina út úr frystinum, takið efsta lagið út með skeið og hrærið saman í hrærivél, skiljið vökvann eftir. 

Put the coconut milk in the freezer. Mix together the milk, vinegar and flax meal in a small bowl, let stand for 15 min. Combine the spelt flour, cane sugar, baking powder and baking soda in a large bowl. Add the vegan butter to the flour mixture and knead together. Mix the yogurt in with the vinegar mixture and add into the dough. Add the raisins in as well. Form into 5 cm diameter patties. Bake at 190 degrees for 15-20 min. Removed the coconut milk from the freezer, scrape the top layer and mix in mixing bowl, leave the liquid at the bottom.