Rjómalagað sveppa spagettí - Creamy mushroom spaghetti

Rjóma pasta réttir var eitthvað sem ég saknaði mikið þegar ég hætti að borða mjólkurvörur. Ég bjó til þennan rétt fyrst með soja rjóma en færði mig síðan út í að nota bara kasjú hnetur. Mér finnst bæði mjög gott en finnst líka ágætt að hvíla mig á soja vörum af og til og ekki borða of mikið af þeim. 

This dish was something I missed a lot when I went vegan. Pasta is probably my favourite dish it's so versatile and can be used as a base for anything. In the beginning I used soy cream for the base but the tried cashews and like that a lot better.

sveppa...jpg

Ingredients

3/4 cup cashews
1 cup hot water
300 gr mushrooms
2 onions
1 veggie bouillon
1/4 cup nutritional yeast
1/4 cup white wine

Hráefni

3/4 bolli kasjú hnetur
1 bolli heitt vatn
300 gr sveppir (ég notaði kastaníu)
2 laukar
1 grænmetisteningur
1/4 bolli næringarger
1/4 bolli hvítvín
 

Setjið kasjú hneturnar í bleyti með heitu vatni og látið sitja í 20 mín. Á meðan skerið sveppina og laukinn og steikið á pönnu með olíu. Þegar kasjúhneturnar eru búnar að vera í bleyti blandið þeim saman þangað til þær verða alveg silkimjúkar í matvinnsluvél. Bætið síðan kasjú hnetu blöndunni á pönnuna með grænmetisteningnum, næringargeri og hvítvíninu. Skreytt með steinselju.

Soak the cashews with hot water for 20 min. While they're soaking slice the mushrooms and onions and fry in a saucepan with oil. Mix the cashew mixture in a food processor until completely smooth. Then add it to the saucepan and slowly add in the bouillon, nutritional yeast and white wine. Garnish with parsley.

Asta Karen Agustsdottir