Tófú hræra - Tofu Scramble

Flestir sem eru vegan hafa líklegast prófað tófú hræru. Mér finnst mjög þægilegt að hafa þetta í bröns um helgar eða bara þegar maður er að nýta afgangs grænmeti. Uppistaðan er tófú en mér finnst best að nota þétt eða hart tófú. Ég á ekki tófú pressu enda nota ég ekki það mikið tófú í matargerð en til að taka sem mesta vökva úr því rúlla ég því bara upp í viskustykki og pressa varlega á allar hliðar. Annars finnst mér í rauninni ekki þurfa að gera það fyrir svona hræru það er kannski meira þegar maður vill fá tófúið til að líkjast kjöti. 

Most people following a vegan diet have probably tried a tofu scramble before. I think it's really convenient to make it for brunch at weekends or just when I have some leftover vegetables I need to use up. Tofu is the main ingredient the best kind of tofu to use for a scramble is the firm kind I find. I don't own a tofu press as I don't use a lot of tofu when cooking but to get rid of most of the liquid I wrap it up in a kitchen towel and press down firmly yet carefully on every side. I don't find that you absolutely need to do this for the scramble it's maybe more for when you want to get the texture to become a bit more meaty and less sponge-like. 

tofu.jpg

Uppskrift fyrir 4 (eða 3 svanga) - Recipe for 4 (or 3 hungry people)

Ingredients

1 block tofu (450 gr)
1 red bell pepper, finely sliced
1 onion, finely sliced
1 bunch spring onion
1 garlic clove
1-2 cm ginger root
2 tsp turmeric
1 tsp garlic salt
1 tsp paprika
1/2 tsp chili powder

Hráefni

1 stykki tófú (450 gr)
1 paprika, skorin smátt
1 laukur, skorinn smátt
1 búnt vorlaukur
1 hvítlauksgeiri
1-2 cm engiferrót
2 tsk túrmerik
1 tsk hvítlaukssalt
1 tsk papriku duft
1/2 tsk chili duft
 

Skerið allt grænmetið smátt og setjið á pönnu með olíu, pressið hvítlaukinn og engiferrótina yfir og steikið á miðlungshita þangað til grænmetið er farið að mýkjast. Bætið kryddunum útí og leyfið að malla saman í 2-3 mín. Rífið tófú-ið niður með höndunum í frekar smáa bita yfir pönnuna og steikið saman með grænmetinu í sirka 10-15 mín. Gott er að bæta salt og pipar við eftir á og smá lime eða sítrónusafa. Kærastanum mínum finnst líka gott að hafa tómatsósu með til hliðar, mér finnst rosa gott að setja smá sriracha yfir.

Slice the vegetables into small bites and add to pan with oil, press the garlic and the ginger over and fry on medium heat until the veggies start to soften. Add the spices to the mix and let simmer together for about 2-3 min. Using your hands crumble the tofu into small bites onto the pan, mix in with the vegetables and cook together on medium heat for about 10-15 min. Add salt and pepper and a squeeze of lime or lemon juice afterwards. My partner really likes having ketchup on the side for more flavour, I like using a bit of sriracha.